Kartöflumúsargratín

Kartöflumúsartgratín

  • Servings: 4 - 5 eða u.þ.b. 2 eldföst mót
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu en hún er alltaf með gratíneruð kartöflumúsarhreiður á jólahlaðborðinu.  Uppskriftin er úr gömlu, sænsku bókinni hennar. Samkvæmt henni á að nota egg þegar kartöflumúsin er gratíneruð en þá kemur fallegri litur á hana.

Hráefni

  • 1 kg kartöflur (vatn og salt)
  • 2½ dl heit mjólk (upp að suðu)
  • 1 – 2 msk smjör
  • 2 eggjarauður eða 1 egg
  • Salt og hvítur pipar

Verklýsing

  1. Kartöflurnar soðnar (settar í kalt vatn og saltað aðeins – suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og látið sjóða í u.þ.b. 20 mínútur).  Karöflurnar má flysja áður en þær eru soðnar eða strax eftir suðu
  2. Mjólk hituð í potti (til að spara uppþvott er gott að nota sama pottinn og nota á fyrir kartöflumúsina í lokin)
  3. Kartöflurnar eru pressaðar heitar.   Heitri mjólkinni bætt við – ath bara lítið í einu á meðan hrært er kröftuglega (best að nota hrærivél)
  4. Smjöri, eggjarauðum (eggi) og kryddi bætt í og hrært saman við
  5. Ofninn stilltur á 275°C (yfir- og undirhiti)
  6. Kartöflumúsin sett í rjómasprautu (með breiðu opi) og toppum sprautað í eldfast mót.  Einnig er hægt að dreifa úr músinni í eldfast fat en topparnir eru óneitanlega fallegri og hátíðlegri
  7. Látið inn í ofn í 10 mínútur en tekið út um leið og kominn er fallegur litur á toppana

 

 

 

Dreift úr kartöflumúsinni í eldfast fat

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*