Sítrónutrufflur

Sítrónutrufflur

 • Servings: /Magn: 15 - 20 kúlur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Sítrónur eru i miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst hvítt súkkulaði líka mjög gott.  Ákvað að prófa þessar trufflur – góðar kúlur sem gott er að eiga í kæli og fá sér með kaffinu.

Hráefni

 • 1½ lífræn sítróna
 • ¾ dl rjómi
 • 150 g hvítt súkkulaði (dropar eða bitar)

Hjúpur

 • U.þ.b. 180 g hvítt súkkulaði (dropar eða bitar)

 

Verklýsing

 1. Sítrónur skolaðar og börkurinn tekinn af með flysjara
 2. Rjómi og börkur hitað í pott – suðan látin koma upp – látið standa í 10 mínútur
 3. Hvítir súkkulaðidropar settir í skál. Rjóminn hitaður aftur og börkur sigtaður frá. Heitum rjóma hellt yfir hvíta súkkulaðið. Hrært þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað
 4. Blandan látin jafna sig í kæli í 2 klukkustundir – þegar blandan er orðin hörð eru mótaðar 20 – 25 litlar kúlur – geymdar í kæli

Hjúpur

 1. Helmingur af hvíta súkkulaðinu látinn bráðna yfir vatnsbaði á lágum hita. Skálin tekin af hitanum og afgangi af súkkulaðinu bætt við (dropar eða í bitum) – blandað saman þar til súkkulaðið er allt bráðnað. Þá ætti hitastigið á súkkulaðibráðinni að vera rétt
 2. Einni kúlu í einu dýft í súkkulaðibráðina, gaffall notaður til að lyfta kúlunni upp og látið drjúpa vel af henni. Gafflinum rennt yfir brúnina til að fjarlægja umfram súkkulaði
 3. Kúlan lögð á bökunarpappír og næsta kúla sett í súkkulaðibráðina
 4. Látið kólna í kæli eða þar sem er vel kalt

 

Geymsla

Geymist best í lokuðu boxi í kæli.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*