Tobleroneís
Uppruni
Á hverju ári er boðið upp á heimagerðan ís með Toblerone í kalkúnaboði Önnu Kristínar. Það er mjög góður endir á frábærri máltíð. Ísinn er barnvænn og góður sem hægt er að búa til töluvert áður og geyma í frysti.
Forvinna
Laga ísinn a.m.k. daginn áður en boðið er upp á hann.
Hráefni
- 7 dl rjómi
- 200 g Toblerone – saxað
- 100 g Toblerone – brætt
- 6 msk sykur
- 6 egg
Verklýsing
- Rjómi þeyttur og saxað Toblerone sett út í
- Eggjarauður aðskildar frá hvítum og lagðar til hliðar. Eggjahvítur stífþeyttar og lagðar til hliðar (setja má eggjarauðurnar í sömu skál án þess að þvo hana á milli)
- Eggjarauður þeyttar mjög vel með sykrinum – hvítþeytt
- Bræddu Toblerone (ekki hafa það of heitt) blandað saman við hvítþeytta eggjasykurinn og rjómanum bætt við
- Að lokum eru þeyttu eggjahvíturnar settar saman við ísblönduna með sleikju
- Ísblandan sett í form og í frysti. Ef geyma á ísinn í einhvern tíma í frystinum er best að setja plastfilmu yfir formið
Geymsla:
Geymist vel í frysti