Góður og barnvænn ís með Toblerone

Tobleroneís

  • Servings: 12 - 16
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Á hverju ári er boðið upp á heimagerðan ís með Toblerone í kalkúnaboði Önnu Kristínar. Það er mjög góður endir á frábærri máltíð. Ísinn er barnvænn og góður sem hægt er að búa til töluvert áður og geyma í frysti.

Forvinna

Laga ísinn a.m.k. daginn áður en boðið er upp á hann.

Hráefni

  • 7 dl rjómi
  • 200 g Toblerone – saxað
  • 100 g Toblerone – brætt
  • 6 msk sykur
  • 6 egg

Verklýsing

  1. Rjómi þeyttur og saxað Toblerone sett út í
  2. Eggjarauður aðskildar frá hvítum og lagðar til hliðar. Eggjahvítur stífþeyttar og lagðar til hliðar (setja má eggjarauðurnar í sömu skál án þess að þvo hana á milli)
  3. Eggjarauður þeyttar mjög vel með sykrinum – hvítþeytt
  4. Bræddu Toblerone (ekki hafa það of heitt) blandað saman við hvítþeytta eggjasykurinn og rjómanum bætt við
  5. Að lokum eru þeyttu eggjahvíturnar settar saman við ísblönduna með sleikju
  6. Ísblandan sett í form og í frysti. Ef geyma á ísinn í einhvern tíma í frystinum er best að setja plastfilmu yfir formið

Geymsla:

Geymist vel í frysti

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*