Dýrindis rúgbrauð

Dýrindis rúgbrauð

  • Servings: /Magn: 1 mjög stórt brauð eða tvö minni
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá brauðbakaranum Önnu Ólafs en hún bakar mikið af dýrindis brauðum.  Ég hef bæði bakað brauðið í mjólkurfernum, Hönnupotti og í einu stóru brauðformi.  Ath. Uppskriftin er stór svo það má gjarnan helminga hana og nota minna form (ein mjólkurferna – 1½ lítri).  Það er sérstaklega auðvelt að búa rúgbrauðið til en það þarf að vera í ofninum á lágum hita yfir nótt. 

Bakað í Hönnupotti:.  Gott að mæla stærðina á pottinum til að sjá hvað rúmast mikið í honum – uppskriftin er 2½ lítri. Ath. Það er einnig möguleiki að baka brauðið í pottlokinu til að fá annað lag á það og nota þá botninn sem lok.  Mikilvægt er að smyrja pottinn með olíu áður en deigið er sett ofan í.  Lokið sett á og bakað.

Hráefni

  • 3½ bolli rúgmjöl
  • 4½ bolli heilhveiti
  • 3 tsk salt
  • 2 tsk matarsódi
  • 300 g síróp
  • 200 g maltextrakt (ef ég hef ekki fundið það þá nota ég bara maltöl)
  • 1 lítri súrmjólk

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 100°C (yfir- og undirhiti)
  2. Matarsódi settur út í súrmjólkina
  3. Öllu hráefni blandað saman í skál
  4. Bakað í mjólkurfernum (uppskriftin rúmast í  3 x 1 lítra mjólkurfernu eða þremum litlum) eða í stóru formi (tveimur litlum) í 10 – 12 klukkustundir.  Ágætt að smyrja formið – þá er auðveldara að ná brauðinu úr því (á ekki við um mjólkurfernur).  Látið kólna í forminu.  Ath. ef bakað er í mjólkurfernu má ekki fylla hana þar sem deigið á eftir að lyfta sér

 

Ath.  Þegar bakað er í mjólkurfernu kemur minni skorpa en þegar bakað er í formi.  Gæta þess að loka fernunni ef hún liggur á hliðinni.  Einnig má láta mjólkurfernurnar standa uppréttar

Bakað í potti

Hálf uppskrift rúmast í 1½ lítra mjólkurfernu 


Rúbrauð bakað í 1 lítra fernum

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*