Kjúklingasalat – gott með brauði eða í salatið

Kjúklingasalat – gott með brauði eða í salatið

 • Servings: 3 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Örnu dóttur minni finnst mjög gott að fá salat í kvöldmat.  Úrbeinuð kjúklingalæri eru líka mjög vinsæl á heimilinu og er því upplagt að útbúa rétt sem höfðar til sem flestra.  Fyrir þá sem ekki eru eins hrifnir af salati skil ég eftir kjúklingalæri, sem eru þá borðuð með hrísgrjónum, en salatfólkið fær mjög gott salat í kvöldmatinn.  Þennan rétt má einnig bjóða fram með brauði eins og rækju- eða túnfiskalat en þá er ferska salatinu sleppt.

Hráefni

 • 5 – 6 úrbeinuð kjúklingalæri – krydduð (t.d. Garlic pepper, krydd fyrir krakka frá Pottagöldrum og paprikuduft)
 • 1½ dl grísk jógúrt
 • ¼ – ½ dl majones
 • ½ dl olía
 • 2 stk vorlaukar eða góður biti af blaðlauk – skorið smátt
 • 1 tsk estrogen
 • Salt
 • Pipar
 • Salat og því grænmeti sem hverjum og einum finnst gott.  Mér finnst gott að blanda mjög miklu af ísbergsalati saman við ásamt niðuskornum gúrkum og papriku

Verklýsing

 1. Ofninn er hitaður í 180°C
 2. Kjúklingalæri krydduð og sett í ofninn í 15 – 20 mínútur eða þar til þau eru steikt í gegn
 3. Jógúrt, majones og olía blandað saman ástamt kryddi
 4. Vorlauk eða blaðlauk blandað saman við
 5. Kjúklingalærin skorin í litla bita og sett út í
 6. Ef bjóða á upp á salatið með brauði er það nú tilbúið en ef gera á máltíð eru salatblöð og grænmeti skorið niður og öllu blandað saman í stórri skál

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*