Tahini sósa – góð með ýmsum mat

Tahini sósa – góð með ýmsum mat

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa góðu sósu fékk ég hjá Gerðu vinkonu minni og bar hún hana fram með hnetusteik.    Sósan átti mjög vel við steikinni en hún er einnig góð með kjöti eða ofan á salat. Mér þykir gott að útbúa skál með  ýmiskonar grænmeti, salati, fetaosti, kjúklingabitum og dreifa sósunni yfir.  Þá er kominn mjög góður hádegis- eða kvöldverður.

 

Forvinnsla

Sósan er betri ef hún fær að standa aðeins og því upplagt að útbúa hana daginn áður.

Hráefni

 • 1 dl tahini
 • 4 msk sítrónusafi
 • 4 msk appelsínusafi
 • 3 döðlur
 • 1 msk tamari
 • 1 hvítlauksrif
 • ½ tsk karrý
 • 1½ dl vatn
 • Smá salt

Verklýsing

 1. Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman

Geymsla

Geymist mjög vel í lokuðu íláti í kæli.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*