Ofnsteiktur laukur - frábært meðlæti
Uppruni
Laukur í pottalingi er næst á dagskrá en það má segja að um sé að ræða með því auðveldasta meðlæti sem bjóða má upp á…. eða næstum því. Gráupplagt er að nota pottaling en ef hann er ekki við höndina má nota lítið ílát með loki sem þolir að fara í ofn. Með því að ofnsteikja laukinn gerist það sama og með hvítlaukinn, hann verður mildari og öðlast örlítið sætan keim. Frábært meðlæti sem gefur skemmtilegt bragð.
Hráefni
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 180°C (yfir- og undirhiti)
- Laukurinn settur í pottaling eða eldfast ílát með loki
- Smjörklípa sett í pottinn, lokið á og inn í ofninn í 80 – 90 mínútur – háð stærð lauksins
- Potturinn tekinn út og látinn kólna aðeins
- Laukurinn tekinn úr pottinum – endar skornir af
- Laukurinn er flysjaður og skorinn niður þversum í þunnar sneiðar
- Undir lauknum hefur safnast saman bráðið smjör …tilvalið að hella því yfir laukinn
- Gott t.d. á pizzuna, með grillkjötinu eða með steiktum fiski
Geymsla: Geymist í lokuðu íláti eða pottalingi í kæli í nokkra daga








Pingback: Hnoðaðar kúri súrdeigspizzur