Ofnsteikt grænkál býður upp á ýmislegt

Gott snakk eða meðlæti

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

 

Uppruni

Um daginn áskotnaðist mér töluvert  magn af íslensku grænkáli en ég hef almennt verið frekar ódugleg með það þrátt fyrir að vita hversu hollt og gott það er.  Besta leiðin fyrir mig, til að koma því ofan í mig, er að setja það í ofninn… gott og auðvelt nasl.  En ofnsteikt grænkál býður upp á ýmislegt annað .. það er alveg glimrandi gott með samlokunni, ofan á brauð eða ommilettuna.  Einnig er upplagt að nota það sem skraut á snittur eða smárétti.  Set hér inn hitastillingu, tíma  og útfærslurnar… bara svona til að halda því til haga.

ATH. Í sviga er hugmynd að hlutföllum en salt- og olíumagn er svolítið smekksatriði.  Eins má leika sér aðeins með hitastillinguna og tímalengd

Hráefni

  • Grænkál (125 g)
  • Olía (1 msk) – má líka nota olíu með bragði eins og trufflu eða hvítlauks
  • Salt (½ tsk) saltflögur

Hugmyndir

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 165°C (blástur) eða 125°C (blástur)
  2. Grænkálið hreinsað og tekið af þykku stilkunum. Blöðin rifin aðeins niður
  3. Olíu blandað saman við grænkálsblöðin og lagt í ofnskúffuna – salti stráð yfir
  4. Ef hærra hitastigið er valið þarf grænkálið að vera í ofninum í 7 – 8 mínútur.  Ef lægra hitastigið er valið þarf grænkálið að vera í 15 mínútur.  Þá er gott að taka plötuna út og hræra aðeins í ef með þarf.  Varast: Ekki láta grænkálið brenna – þá missir það fallega græna litinn sinn

Geymsla: Geymist vel við stofuhita

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*