Greið leið að hjartanu…

Hvítlaukshjarta

 • Servings: /Magn: 20-22 bollur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Hér kemur frábær hvítlauksútgáfa af þessari fínu bolluuppskrift.  Bollurnar má móta á ýmsa vegu en þessi útgáfa ætti að eiga greiða leið að hjartanu.  Hvítlauksbollurnar eru bestar nýbakaðar og alveg sérstaklega gott meðlæti með súpunni eða pastaréttinum.

Hráefni

Brauðbollur

 • 1 bréf þurrger (ca. 12 g)
 • ½ lítri mjólk
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk salt
 • 10 – 11 dl hveiti

Hvítlaukssmjör

 • U.þ.b. 50 g smjör – við stofuhita
 • 2 – 3 hvítlauksrif – pressuð
 • Fersk steinselja – söxuð

Skraut

 • Sesamfræ
 • Parmesanostur – rifinn
 • Saltflögur
 • Góð olía

Verklýsing

 1. Þurrger/pressuger og salt sett í skál
 2. Mjólk og hunang hitað (37°C) og hellt í skálina.  Hrært í með sleikju –  nokkrum dl af hveiti bætt út í og blandað saman. Deigið hnoðað í lokin í nokkrar mínútur – deigið á að vera þannig að hægt sé að snerta það án þess að það klístrist við fingurna en á alls ekki að vera þurrt
 3. Klútur (gott að hafa hann svolítið rakan) lagður yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klukkustund á stað þar sem ekki er trekkur
 4. Hvítlaukssmjör: Smjör, pressaður hvítlaukur og söxuð steinselja blandað saman.  Jafnmargar smjörkúlur mótaðar og bollurnar eru
 5. Ofninn settur á 225°C (yfir- og undirhiti)
 6. Deigið sett á hveitistráð borð og skorið í 20 – 22 jafna hluta.  Kúlur mótaðar og þeim dýft ofan í skál með sesamfræjum.  Bollur settar á ofnskúffu með bökunarpappír.  Hjarta mótað með bollunum – sjá myndir
 7. Enda á sleif stungið í hverja bollu þannig að hola myndist.  Smjörkúlurnar settar ofan í holurnar
 8. Rifnum parmesanosti dreift yfir og að lokum saltflögum. Hjartað bakað í 12 – 14 mínútur
 9.  Gott að hella aðeins af góðri olíu yfir þegar það er tekið úr ofninum

Hráefni

Deig í vinnslu

 

Hvítlaukssmjör í vinnslu

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*