Kókosbollurúlluterta

Algjör negla þegar tíminn er naumur

 • Servings: /Magn: 8 - 10 sneiðar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Rúllutertur eru eitt af því einfaldasta og fljótlegasta sem hægt er að baka… einfaldara en að fara í bakaríið.  Mesta vinnan fer í að þvo upp en undirbúningurinn tekur 10 mínútur og bökunartíminn 5 mínútur.  Eins og ég get aldrei sagt nógu oft … rúlluterta er létt í maga, fljótleg og falleg….. bara algjör negla.

 

 

Hráefni

Botn

 • 3 egg
 • 1½ dl sykur
 • 1½ dl hveiti
 • 1 dl kókosmjöl (½ í deigið og ½ á bökunarpappírinn)
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 msk vatn

 

Fylling

 • 8 litlar kókosbollur
 • 3 dl rjómi
 • Ber eins og t.d. hindber – má sleppa
 • Pistasíuhnetur – saxaðar – má sleppa
 • Flórsykur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 2. Egg og sykur hvítþeytt
 3. Hveiti, kókosmjöli, lyftidufti og vanillusykri blandað varlega saman við hvítþeytt eggin með sleikju – vatnið fer saman við í lokin
 4. Bökunarpappír settur í ofnskúffu – gott að smyrja pappírinn aðeins með hörðu smjöri
 5. Deiginu dreift yfir pappírinn (u.þ.b. 30×40 cm) og bakað í 5 mínútur – fylgjast með svo að kakan verði ekki of dökk
 6. Kökunni hvolft á annan bökunarpappír sem búið er að dreifa kókosmjöli á – hinn tekinn af og ofnskúffa lögð yfir – það er gert til þess að koma í veg fyrir að kakan harðni

 

Fylling

 1. Rjóminn þeyttur – muldum kókosbollum blandað saman við
 2. Ofnskúffan tekin af kökunni og kókosbollurjómanum smurt yfir. Hindberjum og söxuðum pistasíuhnetum stráð yfir (má sleppa)
 3. Kakan rúlluð upp – gott að nota bökunarpappírinn til að hjálpa við það. Rúllutertuna er hægt að bera fram heila á fallegu bretti/fati en einnig má skera hana í bita.  Þá er fallegt að hver biti sé u.þ.b. 5 – 6 cm þykkur (láta skurðenda snúa upp) og skreyta með auka þeyttum rjóma, hindberjum, kókosmjöli og/eða pistasíukurli

 

Ekki gleyma… 1 msk af vatni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*