Dúnmjúkur lúsíukrans

Lúsíukrans - jólalegur og góður

 • Servings: 1 krans fyrir u.þ.b. 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Samverustund við bakstur getur verið svo skemmtileg og nærandi.  Í jólaundirbúningnum er gaman að baka lúsíukrans eða lúsíubollur með yngri kynslóðinni.  Þeim finnst gaman að hálpa til og borða svo afraksturinn með bestu lyst.  Á heimilinu er þetta ómissandi hluti í aðvenntunni.

Forvinna

Hægt er að setja aðeins minna af geri í deigið og láta fyrstu hefingu verða í kæli yfir nótt.

Hráefni

 • 50 g pressuger eða 12 g þurrger (1 bréf)
 • 150 g smjör
 • ½ l mjólk
 • ½ tsk salt
 • 2 dl sykur
 • 1 stk sykurmoli (má sleppa og nota aðeins af sykrinum í staðinn og mylja hann með)
 • 1 egg
 • ½ tsk saffran (u.þ.b. ½ g)
 • 12 – 15 dl hveiti
 • 1 egg – til að pensla með fyrir bakstur
 • Hakkaðar möndlur og/eða perlusykur – eða það sem hverjum og einum finnst best

Verklýsing

 1. Mjólk og smjör hitað í potti (best að bræða smjörið fyrst og hella mjólkinni út í). Eggið sett út í – blandað saman.  Þá ætti blandan að vera mátulega heit en hún á að vera 37°C eða aðeins lægri (sjá: Gerbakstur – góð ráð). Ath. blandan má alls ekki vera heitari en 37°C
 2. Saffran steytt í morteli ásamt sykurmola eða aðeins af sykrinum
 3. Ger, salt, saffranmulningur og sykur sett í skál og blandað saman. Mjólkurblöndunni hellt í – blandað saman þar til allt leysist upp
 4. Helmingur af hveiti settur í skálina – blandað saman með sleikju
 5. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið verður þannig að hægt sé að koma við það án þess að það klístrist við fingurna – betra að hafa það aðeins blautara en of þurrt
 6.  Látið hefast í 45 – 60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldað stærð sína – klútur settur yfir skálina. Sett á stað þar sem ekki er trekkur
 7. Deigið sett á hveitistráð borð og skipt í 3 jafna hluta
 8. Mótaðar lengjur – einnig má taka hluta og gera litlar bollur úr þeim. Gott að hafa lengjurnar jafnlangar – lengjurnar fléttaðar saman og hringur mótaður (sjá myndband)
 9. Kransinn settur í ofnskúffu með bökunarpappír og látinn hefast með klút yfir í 30 – 45 mínútur
 10. Ofninn hitaður í 225°C (yfir- og undirhiti)
 11. Penslað með hrærðu eggi og skreytt með perlusykri og/eða möndlum
 12. Bakað í ofni í 20 – 25 mínútrur. Ef kransinn er þykkur þarf hann alveg 25 mínútur – þá er gott að  setja bökunarpappír eða álpappír yfir þegar hann er farinn að dökkna

IMG_8479 IMG_8482IMG_8480

 

Einnig hægt að búa til hjarta

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*