Kraumandi ostabrauð

Brauð með osti á milli

  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni
Viljum við ekki gera allt til að nýta hlutina sem best og minnka matarsóun? Eins og nýbakað brauð er gott þá klárast það ekki alltaf – stundum vill það gleymast og endar í ruslinu. Til að koma í veg fyrir það má t.d. þurrka brauðafgangana og gera sitt eigið rasp eða skera brauðið niður og geyma í frysti.  Ein leið er líka að gera eins og mamma gerði, þegar ég var lítil, en þá skar hún það þannig að hægt var að koma ostsneiðum fyrir í miðjuna og síðan var það ristað.  Þetta var í miklu uppáhaldi hjá mér en mamma gerði svona þegar brauðið var ekki lengur nýbakað og dúnmjúkt. Upplagt að eiga niðurskorið brauð í frysti og þá er bara að láta það þiðna, stinga ostsneið á milli og skella því í ristina eða í grillið.

Hráefni


• Brauð – skera það niður þegar það er dagsgamalt
• Ostsneiðar
• Smjör


Verklýsing


1. Brauðið skorið þunnt nokkurn veginn alveg í sundur og svo aftur þunnt alveg í gegn … sjá myndband hér
2. Ostsneiðum raðað á milli og brauðið sett í brauðristina eða í grillið þar til kominn er fallegur litur á það og osturinn hefur bráðnað
3. Smjöri smurt á heitt brauðið svo það bráðni vel – þannig verður brauðið alveg sérstaklega djúsi

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*