Vatnsdeigsbollur – svo einfalt

Bolludagur, bolludagur

  • Servings: /Magn: 10 - 16 bollur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur úr safni mömmu en áður fyrr bakaði hún þessar bollur á bolludaginn.  Í dag verða Semlor alltaf fyrir valinu en ég ákvað að dusta rykið af þessari uppskrift og bjóða upp á þær.  Sænsku semlurnar eru á sérstökum stalli en þessar þóttu líka mjög góðar.  Eiginlega má segja að þær hafi komið mjög skemmtilega á óvart og þá sérstaklega með núggati og rjóma. Það má alveg mæla með þessum vatnsdeigsbollum…. þær eru góðar, ofureinfaldar og fljótlegar.

Hráefni

  • 80 g smjör
  • 2 dl hveiti
  • 2 dl vatn
  • ¼ tsk salt
  • 1 stórt egg

Verklýsing

  1. Smjör brætt í potti og hveiti bætt út í – blandað saman
  2. Vatni hrært saman við (ágætt að nota pískara) og látið malla á meðalhita (hræra stöðugt) þar til deigið losnar frá pottinum – verður að einni stórri bollu (blandan á að sjóða)
  3. Potturinn tekinn af hellunni (blandan aðeins látin kólna).  Egg sett í og hrært saman við með sleikju
  4. Salt sett síðast – blandað saman
  5. Ofninn hitaður í 225°C (yfir- og undirhiti)
  6. Kúlur mótaðar með skeið og gaffli – settar á ofnplötu með bökunarpappír.  Ef bollurnar eiga að vera sérstaklega fallegar er sniðugt að setja deigið í rjómasprautu og sprauta þeim á. Ath. Gatið þarf að vera frekar stórt svo það komist auðveldlega í gegn
  7. Stærð bollana er algjört smekksatriði.  Mér finnst betra að hafa þær frekar litlar – fjöldinn getur verið 10 -16 bollur
  8. Bakast í 15 – 20 mínútur (háð stærð).  Ekki opna ofninn á meðan bollurnar bakast – þá eru meiri líkur á að þær falli
  9. Látið kólna á grind – skreytt með t.d. glassúr og/eða flórsykri

Meðlæti:  Frábærar með rifnu núggati og rjóma eða með sultu eins og t.d. hindberjasultu eða rifsberjahlaup og rjóma.

Bollur í vinnslu

Eggi bætt við

Bollur mótaðar með skeið og gaffli eða rjómasprauta notuð

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*