Einfaldasta í heimili – Cookie dough bomba bökuð í potti

Einföld og fljótleg súkkulaðibomba

  • Servings: 5 - 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þetta er smá tilraun í pottunum mínum – eiginlega má segja að kökubakstur gerist ekki einfaldari og barnvænni.  Hann Hugi er að taka sín fyrstu skref i eldhúsinu og er þetta eitt af hans uppáhaldi enda mikill sætindamaður.  Hægt er að gera mismunandi útgáfur af þessum rétti – um að gera að nota hugmyndaflugið og nota það sem hverjum og einum finnst best.  Eins og svo oft áður er uppskriftin komin frá ungfrú Birtu.

Hráefni

  • 100 g púðursykur
  • 100 g sykur
  • 100 – 125 g smjör – við stofuhita
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 egg
  • 1 tsk lyftiduft
  • 150 g hveiti
  • ½ tsk salt
  • 170 – 175 g suðusúkkulaði – saxað
  • ½ – 1 dl af litlum smarties eins og Síríus súkkulaðiperlur (má sleppa)

 

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
  2. Sykur og smjör hrært saman
  3. Vanillusykri og eggi bætt út í
  4. Þurrefni sett út í og hrært aðeins
  5. Að lokum er súkkulaðibitunum bætt við og hrært með sleikju
  6. Deigið sett í leirpott eða eldfast mót (sem rúmar 8 – 10 dl) og smartiesperlunum dreift yfir
  7. Bakað í 20 – 25 mínútur (ekki með lokinu)

 

Deig í vinnslu

 

Dæmi um mismunandi útgáfur …

Með suðusúkkulaði..

Með suðusúkkulaði og hvítum súkkulaðidropum ofan á…

Með suðusúkkulaði og Síríus súkkulaðiperlum ofan á

 

 

Örugglega gott að setja suðusúkkulaði og aðeins af hnetum líka…

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*