Hummus með hnetublöndu

Hummus með hnetublöndu

 • Servings: 1 skál
 • Difficulty: einfalt
 • Print

Uppruni

Sá þennan hummus búinn til í breskum sjónvarpsþætti – þurfti að giska mikið á magnið en finnst þessi útkoma vera góð.  Mjög gott með nýbökuðu brauði, grænmetisbitum, kexi eða hrökkbrauði.  Gott hrökkbrauð á sérstaklega vel við þennan hummus.

 

Hráefni

Hummus

 • 200 – 250 g gulrætur (1 msk af olíu hellt yfir )
 • 1½ dl kjúklingabaunir – niðursoðnar
 • 2 msk tahini
 • ½ tsk kóríander
 • ½ tsk Herbs de provense
 • 1 – 2 hvítlauksrif
 • ¼ tsk chiliflögur
 • 1½ – 2 dl fersk mynta
 • ½  tsk cumin
 • U.þ.b. ½ tsk sítrónubörkur – rifinn fínt
 • U.þ.b. ½ tsk sítrónusafi
 • 3 – 4 msk olía

Hnetumix

 • ¼ dl möndlur
 • ¼ dl pistasíuhnetur
 • Tæplega 1 dl blanda af fræjum – sólblómfræ, graskerafræ, sesamfræ
 • ¼ tsk cumin
 • ¼ tsk kóríander

Verklýsing

Hummus

 1. Ofninn hitaður í 180°C – gulrætur skornar niður og olíu hellt yfir. Sett í ofnskúffu – bakað í u.þ.b. 15 – 20 mínútur (fer eftir stærð bitana)
 2. Gulrætur og annað hráefni maukað saman í matvinnsluvél

Hnetumix

 1. Möndlur settar á heita pönnu og ristaðar, pistasíuhnetum bætt við og fræblöndunni í lokin.  Hræra vel (eða hreyfa pönnuna) þannig að ekki brenni heldur fá fallegan lit
 2. Allt hráefni sett í mortel og mulið aðeins saman – bara gróft

Samsetning

 1. Hummusinn settur í botn á skál og hnetublandan sett yfir. Skemmtilegt að stinga fersku grænmeti ofan í til skrauts

Gott með

Brauði, grænmeti eða kexi.

Geymsla

Hummusinn geymist vel í kæli – hann er ekki síðri daginn eftir.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*