Hráfæðisbollur með kardimommu

Hráfæðisbollur með kardimommu

 • Servings: /Magn:u.þ.b. 25
 • Difficulty: einfalt
 • Print

Uppruni

Þessar hráfæðisbollur eru aðeins öðruvísi en það gerir kardimomman og engiferið.  Skemmtileg tilbreyting sem er einföld og fljótleg.

 

Hráefni

 • 4 dl cashewhnetur
 • 15 döðlur – steinhreinsaðar
 • 1 msk lucumaduft
 • 4 – 5 cm engifer – rifið fínt (án hýðis)
 • 2 tsk kardimommur – kjarnar (án hýðis) muldir í morteli.  Einngi má nota steytta kardimommu en hafa þá aðeins minna af henni
 • U.þ.b. ¼ tsk salt
 • 1 – 2 msk kókosolía – brædd
 • 1 tsk vanilluduft
 • Skraut: 1 – 1½ dl ristaðar kókosflögur

Verklýsing

 1. Cashewhnetur og döðlur settar í matvinnsluvél og maukaðar. Afgangi af hráefnunum bætt við og maukað
 2. Rúllað upp í lengjur og skorið í hæfilega stóra bita
 3. Skraut: kókosflögur ristaðar á pönnu þangað til að það kemur fallegur litur
 4. Bitunum velt upp úr kókosflögunum

Geymsla 

Geymist best í lokuðu íláti í kæli eða frysti.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*