Súrdeigsgrunnur með hunangi – má nota á fimmta degi

Súrdeigsgrunnur með hunangi – má nota á fimmta degi

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 5 dl
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Hunang flýtir fyrir gerjun og er því tilvalið í súrdeigsgrunn sem á að útbúa á styttri tíma. Þessi grunnur tekur 4 daga og er tiltölulega þægilegur.

Hráefni

Dagur 1

  • 2 dl volgt vatn (37°C eða lægra)
  • 2½ dl hveiti – helst lífrænt
  • 1 msk hunang

Dagur 3

  • 1 dl volgt vatn
  • 1½ dl hveiti – helst lífrænt

Dagur 4

  • 1 dl volgt vatn
  • 1½ dl hveiti – helst lífrænt

Verklýsing

Dagur 1

Vatn, hveiti og hunang hrært saman í skál – plastfilma sett yfir og geymt við stofuhita (22°- 26°C)í tvo daga

Dagur 3

Vatni og hveiti bætt við – blandað vel saman og plastfilma sett yfir. Látið standa við stofuhita (22°- 26°C) yfir nótt

Dagur 4

Vatni og hveiti bætt við – blandað vel saman og plastfilma sett yfir. Látið standa við stofuhita (22°- 26°C) yfir nótt

Súrdeigsgrunnurinn ætti nú að vera tilbúinn til notkunar – gott að gera flotpbróf (sjá – Súrdeigsgrunnur). Einnig er hægt að viðhalda súrdegisgrunninum. Þá er tekinn frá hluti (það sem ekki á að nota í baksturinn) af súrdeigsgrunninum og hann blandaður saman við 1 dl af vatni og 1 dl af hveiti.  Hann er síðan geymdur í lokuðu íláti í kæli. Láta þarf 1 dl af hveiti og 1 dl af vatni í grunninn á 2 – 6  daga fresti til þess að hann sé nothæfur. Sjá nánar í Súrdeigsgrunnur – til að baka súrdeig. Einnig má þar sjá hvernig hægt er að auka súrdeigsgrunninn.

Ábending í lokin:

 Ef súrdeigsgrunnurinn flýtur ekki í flotprófinu þá er hann ekki tilbúinn. Stundum þarf hann lengri tíma og þá er bara að mata hann aftur með 1 msk af hveiti og 1 msk af volgu (ekki heitara en 37°C) – blanda vel saman og setja plastfilmu yfir. Hræra létt – aðeins tvisvar yfir daginn – láta töluverðan tíma líða á milli. Daginn eftir er hægt að gera flotprófið aftur, hræra svolítið í blöndunni og mata jafnvel aðeins meira. 

Dagur 1 og 2 – lofbólur farnar að myndast

surdeig

Dagur 3 – á neðri mynd er búið að blanda hveiti og vatni vel saman við grunninn og loftbolur komnar

surdeig2

Dagur 4 

surdeig3

Dagur 5 – súrinn tilbúinn

IMG_3944

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*