Hollt og bragðgott snakk

Hollt og bragðgott snakk

 • Servings: 6 – 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fékk þessa uppskrift á kynningu um krydd hjá Krydd & Tehúsinu. Sérstaklega gott snakk.

 

Hráefni

 • 360 g sambland af góðum hnetum og möndlum (t.d. 120 g cashew hnetur, 120 g pecan hnetur og 120 g möndlur (með hýði))
 • 100 g graskersfræ
 • 3 msk sólblómafræ
 • 3 msk nigella fræ – fæst í Krydd og Tehúsinu
 • 3 msk olía
 • 2 msk hunang
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk þurrkað eða ferskt rósmarín
 • ½ -1 tsk grófur svartur pipar
 • ½ -1 tsk ancho chili – fæst í Krydd og Tehúsinu

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 170°C
 2. Hnetum, fræjum og öllu öðru hráefni nema ancho chili og pipar dreift í bökunarskúffu með bökunarpappír
 3. Ristað/bakað í ofni í u.þ.b. 15 – 17 mínútur eða þar til hneturnar eru orðnar aðeins brúnleitar. Gott að hræra í þessu annað slagið til að fá jafnan lit
 4. Tekið úr ofninum og pipar og chili stráð yfir. Blandan látin kólna í ofnskúffunni en svo má geyma hana í lokuðu íláti inni í kæli

 

IMG_3433

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*