Góð og einföld brokkolísúpa
Uppruni
Uppskriftin er heimatilbúin – einföld og góð. Súpan er góð með kryddblöndunni en einnig er hægt að leika sér með aðrar útgáfur. Það er t.d. gott að setja hálft soðið egg út í súpuna og strá fersku dilli yfir.
Hráefni
Súpa
- 3 vorlaukar – skornir í sneiðar
- 1 stór hvítlaukur (í körfunum) eða 3 – 5 hvítlauksrif – grófsöxuð
- Matarolía og smjör til steikingar
- 500 g brokkolí – má vera fryst
- 2½ dl heitt vatn
- 1 msk grænmetiskraftur
- ½ tsk cumin
- Aðeins af chiliflögum
- 2 – 2½ dl matreiðslurjómi
- 3 msk rjómaostur
Kryddblanda
- 3 msk ristuð sólblómafræ
- 3 msk ristuð og söltuð graskerfræ (frá Sollu)
- ¼ – ½ tsk chiliflögur
- Saltflögur
Verklýsing
Súpa
- Olía hituð í potti og blaðlaukur, vorlaukur og hvítlaukur steiktir á vægum hita
- Smjöri bætt við og látið krauma aðeins þar til laukurinn verður glær
- Brokkolí bætt saman við og steikt í pottinum
- Vatn og grænmetiskraftur sett út í ásamt cumin og chiliflögum – látið malla í 10 – 15 mínútur
- Matreiðslurjóma og rjómaosti bætt saman við og allt sett í matvinnsluvél, öflugan blandara eða töfrasprotinn notaður.
- Maukið sett aftur í pottinn og hitað
Kryddblanda
- Sólblómafræin ristuð á pönnu
- Öllu hráefni blandað saman í skál og borið fram með súpunni
Meðlæti
Gott með nýbökuðu brauði eins og t.d. Fljótlegt og gott brauð
Brokkolísúpa með eggi og dilli






