Öðruvísi kjúklingur – frískandi með ferskum kryddjurtum og hvítkálssalati

Öðruvísi kjúklingur - frískandi með ferskum kryddjurtum og hvítkálssalati

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Anna Kristín vinkona mín benti mér á þessa uppskrift – hún fann hana á breskri sjónvarpssíðu. Hlutföllin voru óljós þannig að ég skráði niður hlutföllin mín. Rétturinn er mjög góður og hollur – ég vil alls ekki tapa uppslýsingunum. Set þetta því hér inn. Það passar ágætlega að kaupa eina einingu af hverri kryddjurt (annað hvort í potti eða innpakkað í boxi) – helmingurinn fer í maukið, sem fer á kjúklinginn, en hinn í sósuna.

Hráefni

Kjúklingur

  • 1 kjúklingur
  • 1¼ dl ferskt kóríander
  • 1¼ dl fersk mynta
  • 1¼ dl fersk basilíka
  • 1½ stór hvítlaukur sem er í körfunum (ca. 25 g)
  • 1 biti engifer – afhýddur ca. 25 g
  • ½ grænt chili – fræhreinsað
  • 2 dl jógúrt
  • 3 stk lime – safi og börkur
  • Nýmalaður pipar og saltflögur

Salatdressing

  • 1 dl ferskt kóríander
  • 1 dl fersk mynta
  • 1 dl fersk basilíka
  • Saltflögur
  • ½ stk grænt chili – fræhreinsað og skortið í litla bita
  • ½ stór hvítlaukur (í körfunum) – skorinn í smáa bita
  • 2 msk sojasósa
  • 1½ msk fiskisósa
  • 1 tsk sesamolía
  • Safi úr 2 lime
  • 1 – 2 tsk hunang

Salat

  • ½ – ¾ hvítikálshöfuð
  • 2 – 3 rauðlaukar

Verklýsing

Kjúklingur

  1. Ofninn er hitaður í u.þ.b. 255°C (yfir- og undirhiti)
  2. Kóríander, mynta og basilíka sett í matvinnsluvél eða öflugan blandara
  3. Hvítlauki, engifer og chili bætt við
  4. Að lokum er jógúrt og lime blandað saman við
  5. Saltað og piprað
  6. Hryggur kúklingsins klofinn í sundur – hryggurinn klipptur frá, kjúklingi snúið við og þrýst á bringuna þannig að kjúklingurinn flest út (sjá mynd)
  7. Rákir skornar í kjúklinginn hér og þar, pipra og salta
  8. Kjúklingurinn settur á ofnplötu og maukinu dreift yfir
  9. Kjúklingurinn látinn grillast í 40 – 50 mínútur. Fylgjast með svo að kjúklingurinn brenni ekki –  ágætt að setja álpappír yfir til að koma í veg fyrir það þ.e.a.s. þegar góður litur er kominn á kjúklinginn

Salatdressing

  1. Koríander, mynta og basilíka sett í mortel
  2. Chili og hvítlauk bætt við og mulið saman við
  3. Afgangi af hráefnum bætt við

Salat

  1. Hvítkál og laukur skorið í þunnar sneiðar og sett á stórt fat
  2. Salatdressing sett yfir og kjúklingurinn lagður ofan á þegar hann er tilbúinn

IMG_1948

 

 

IMG_1947
IMG_1949

IMG_3307 2

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*