Innbökuð nautalund með ostafyllingu

Innbökuð nautalund með ostafyllingu

  • Servings: /Magn: fyrir 8 manns -140 g á mann
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þennan rétt höfum við oft búið til í gegnum árin. Frábær veislumatur sem er skemmtilegt að matreiða. Uppskriftin kemur frá mömmu eins og svo margt annað.

Forvinna

Sósuna má útbúa daginn áður og er gott að hafa kjötið tilbúið u.þ.b. 5-6 tímum áður en það er bakað í ofninum.

Hráefni

Deig

  • 8 sneiðar af nautalund – miðbiti 140 g hver
  • 2 tsk salt
  • Grófmalaður pipar
  • Niðursoðin þistilhjörtu (fann bara olíulegin þistilhjörtu)
  • 200 g gráðostur/gorgonzola eða annar mildari ostur – skorinn í jafnstóra bita
  • 4 plötur af frosnu smjördeigi
  • 2 msk smjör – til steikingar – má sleppa
  • 1 egg

Púrtvínssósa

  • 2+3 msk smjör
  • 1 lítill gulur laukur – saxaður fínt
  • ½ hvítlauksrif – má sleppa
  • 10 – 12 mulin piparkorn
  • 1½ msk tómatpúrra
  • 4 msk hveiti
  • 6 – 7 dl nautakjötkraftur
  • 2½ dl púrtvín
  • 3 msk sojasósa
  • ½ tsk salt

Verklýsing

Sósan

  1. Gott að byrja á því að laga sósuna – það má jafnvel gera daginn áður. Laukurinn steiktur í 2 msk af smjöri ásamt grófmöluðum pipar í nokkrar mínútur án þess þó að laukurinn taki lit – meira að hann verði glær
  2. Tómatpúrru bætt við og steikt í litla stund. Hitinn lækkaður og hveiti stráð yfir. Kjötkrafti hellt yfir, litlu í einu – hræra vel í á meðan. Láta suðuna koma upp
  3. U.þ.b. 2 dl af púrtvíni bætt við ásamt sojasósu. Sósan látin malla í u.þ.b. 15 mínútur. Sigta sósuna og smakka með salti og afgangi af púrtvíni
  4. Að lokum er 2-3 msk af smjöri blandað saman við – þannig verður sósan fallegri

Kjötið og steiking

  1. Kjötið er snyrt og skorið í hæfilega bita (u.þ.b. 140 g fyrir einn fullorðinn)
  2. Smjördeigið tekið úr frysti
  3. Krydda kjötbitana með salti og pipar. Pannan hituð vel og kjötinu lokað á öllum hliðum þannig að kjötið fái fallegan lit (sumir steikja upp úr smjöri en við þurrsteikjum kjötið). Ekki láta kjötið liggja á pönnunni heldur steikja fáa bita í einu – þegar kjötinu hefur verið lokað er það sett á disk til hliðar og látið kólna
  4. Hver smjördeigsplata er skorin í tvennt og hver hluti flattur út í mátulega stóra stærð þannig að náist að hylja kjötið. Hægt er að leggja ostbita og þistilhjartabita ofan á kjötið, leggja smjördeigið ofan á og loka því undir. Mér gengur betur að leggja þistilhjörtu og ost í miðjuna á smjördeiginu – kjötbitann ofan á, ná í öll horn og pakka kjötinu inn – sjá myndir fyrir neðan
  5. Leggja innpakkaða bitana í ofnskúffu með smjörpappír. Ofninn hitaður í 225°C og kjötið penslað með þeyttu eggi
  6. Kjötið bakað í ofninum í 12-15 mínútur – fer eftir því hve mikið steikt hver og einn vill hafa kjötið
  7. Mikilvægt að láta kjötið standa aðeins í nokkrar mínútur, eftir að það er tekið út, og leyfa því að jafna sig

Gott með

Soðnum, bökuðum eða smjörsteiktum kartöflum og snöggsteiktu grænmeti.

[/directions]

IMG_0887

IMG_0884

IMG_0883

IMG_0886 IMG_0885


IMG_0519

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*