Hugmyndir og hlutföll fyrir salatdressingu

Hugmyndir og hlutföll fyrir salatdressingu

  • Servings: fyrir 2 - 3 skipti
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Mamma mín kenndi mér að hlutföllin á milli olíu og sýru í salatdressingu ættu að vera 2:1 þ.e. tvöfalt meira af olíu en sýru.  Það er líka mjög gott að setja smá sætu og krydd saman við.  Upplagt að eiga góða glerkrukku með loki og nota hana til að hrista saman dressingu og geyma afganginn þar til næst.

Forvinna

Tilvalið að búa til fyrir nokkur skipti og setja yfir salatið með kvöldmatnum.

Grunnhráefni

  • 1 hluti olía – t.d. extra virgin olía eða valhnetuolía
  • ½ hluti edik – t.d. eplaedik, hvítvínsedik, balsamic eða sítrónusafi

Hugmyndir sem bæta má í

  • Sæta eins og hunang eða sykur
  • Sinnep – sætt sinnep eða dijon sinnep
  • Hvítlaukur – settur heill í en tekinn frá fyrir notkun
  • Pipar
  • Salt

Verklýsing

  1. Öllu blandað saman með skeið eða hrist og smakkað til

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*