Góð fiskisúpa

Góð fiskisúpa

  • Servings: fyrir 4 - 5
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er ein af þeim sem ég fann í uppskriftaflórunni minni og veit ég ekkert hvaðan hún kemur.

Forvinna

Gott að laga súpuna eitthvað áður – bíða með að láta fiskinn út í.

Hráefni

  • Olía/smjör til steikingar
  • 1 laukur – saxaður
  • 3 – 9 hvítlauksrif – söxuð (magn eftir smekk)
  • 1 – 2 tsk karrý
  • 400 g niðursoðnir tómatar
  • 4 dl vatn og 2 tsk grænmetiskraftur
  • 1 stór dós ferskjur
  • 2 – 3 dl matreiðslurjómi
  • 1 dós kókosmjólk
  • 500 – 600 g fiskur – t.d. langa

Verklýsing

  1. Laukur, hvítlaukur og karrý – steikt í potti á vægum hita í 5 mínútur
  2. Niðursoðnum tómötum og grænmetiskrafti bætt út í – soðið í 10 mínútur
  3. Ferskjur ásamt súpunni í pottinum sett í matvinnsluvél/blandara – maukað og allt sett í pottinn
  4. Matreiðslurjóma og kókosmjólk bætt við og soðið í 10 mínútur
  5. Fiskur skorinn í litla bita og settur út í súpuna þegar suðan er komin upp – borin fram

Meðlæti

Nýbakað brauð og skreytt með persilju.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*