Perusalat með gráðosti og bruchetta

Peru- og ostasalat með bruchetta

 • Servings: fyrir 4-6
 • Difficulty: auðvellt
 • Print

Uppruni

Þessi réttur er sérstaklega góður, frískandi og sumarlegur. Hann er á gömlum uppskriftaspjöldum.

Hráefni

Salat

 • 4 þroskaðar perur
 • 125-150 g salatblöð
 • 75 g gráðostur
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 tsk balsamicedik
 • Salt og pipar

Brauð

 • 1 snittubrauð
 • Ólífuolía
 • 2 tómatar
 • Salt og pipar
 • Kapers
 • Fersk basilika

Verklýsing

Salat

 1. Perur flysjaðar, kjarninn fjarlægður og þær skornar í bita . Salat rifið
 2. Gráðostur brytjaður niður og honum bætt við perubitana og salatið
 3. Ólífuolíu, balsamediki og kryddi blandað saman og hellt yfir

Brauð

 1. Brauðið skorið eftir endilöngu og í hæfilega bita – ristað í ólífuolíu á pönnu
 2. Tómatar grófsaxaðir og þeim raðað á brauðið
 3. Kryddað með salti og pipar. Dropar af ólífuolíu settir ofan á og kapers stráð yfir ásamt nokkrum dropum af balsamediki og laufum af basiliku

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*