Appelsínumöndlukaka með mascarponekremi

Appelsínumöndlukaka með mascarponekremi

 • Servings: fyrir 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift fylgdi mér frá Danmörku. Kakan er líka fín eftir nokkra daga.

Forvinna

Jógúrtin þarf að standa í sigti yfir nótt. Hægt að sjóða appelsínur daginn áður og mauka.  Einnig er hægt að laga Mascarponekremið einhverju áður.

Hráefni

Kaka

 • 2 lífrænar appelsínur
 • 250 g möndlur – hakkaðar
 • 6 egg
 • 250 g sykur
 • 2 msk Grand Mariner
 • 1 tsk lyftiduft

Mascarponekrem

 • ½ l jógúrt án bragðefna
 • 125 g mascarpone
 • ¼ l rjómi
 • 2 eggjarauður
 • 5 msk sykur
 • Vanillukorn úr vanillustöng
 • Sítrónusafi

Verklýsing

Kaka

 1. Þvo appelsínurnar og þær látnar sjóða í eina og hálfa klukkustund eða þar til þær verða mjúkar
 2. Ofninn hitaður í 190°C
 3. 24-25 cm springform smurt – sigtað hveiti sett á botn og hliðar
 4. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
 5. Grand Mariner, lyftidufti og möndlum bætt við eggjablönduna og hrært með sleif
 6. Appelsínurnar skornar niður og steinar hreinsaðir í burtu – sett í matvinnsluvél og maukað
 7. Appelsínumauki bætt saman við deigið – hrært varlega
 8. Deigið sett í formið – bakað í 45 mínútur
 9. Kakan látin kólna í forminu

Marcarponekrem

 1. Jógúrt sett í sigti (gott að nota viskustykki með sigtinu) – látið standa yfir nótt í ísskáp
 2. Vanillukorn og sykur – steytt saman í morteli
 3. Eggjarauður og vanillusykur þeytt saman þar til blandan verður hvít og létt
 4. Rjóminn þeyttur hálfstífur
 5. Jógúrt (u.þ.b. 125 g) og mascarponeosti blandað saman varlega við eggjahræruna
 6. Smakkað til með sítrónusafa
 7. Rjómanum bætt varlega saman við
 8. Kremið er sett í skál og haldið köldu þar til það er borið fram

Annað

Tilvalið að nota mysuna, sem rennur af jógurtinni, í Sólarhringsbrauðið (sjá Bakstur) í stað vatns.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*