Appelsínumöndlukaka með mascarponekremi
Uppruni
Þessi uppskrift fylgdi mér frá Danmörku. Kakan er líka fín eftir nokkra daga.
Forvinna
Jógúrtin þarf að standa í sigti yfir nótt. Hægt að sjóða appelsínur daginn áður og mauka. Einnig er hægt að laga Mascarponekremið einhverju áður.
Kaka MascarponekremHráefni
Verklýsing
Kaka
- Þvo appelsínurnar og þær látnar sjóða í eina og hálfa klukkustund eða þar til þær verða mjúkar
- Ofninn hitaður í 190°C
- 24-25 cm springform smurt – sigtað hveiti sett á botn og hliðar
- Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
- Grand Mariner, lyftidufti og möndlum bætt við eggjablönduna og hrært með sleif
- Appelsínurnar skornar niður og steinar hreinsaðir í burtu – sett í matvinnsluvél og maukað
- Appelsínumauki bætt saman við deigið – hrært varlega
- Deigið sett í formið – bakað í 45 mínútur
- Kakan látin kólna í forminu
Marcarponekrem
- Jógúrt sett í sigti (gott að nota viskustykki með sigtinu) – látið standa yfir nótt í ísskáp
- Vanillukorn og sykur – steytt saman í morteli
- Eggjarauður og vanillusykur þeytt saman þar til blandan verður hvít og létt
- Rjóminn þeyttur hálfstífur
- Jógúrt (u.þ.b. 125 g) og mascarponeosti blandað saman varlega við eggjahræruna
- Smakkað til með sítrónusafa
- Rjómanum bætt varlega saman við
- Kremið er sett í skál og haldið köldu þar til það er borið fram
Annað
Tilvalið að nota mysuna, sem rennur af jógurtinni, í Sólarhringsbrauðið í stað vatns.



