Rækjur með mangósalsa og hindberjasósu

Rækjur með mangósalsa og hindberjasósu

 • Servings: 6 - 8 manns
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Hlutföllin í uppskriftinni eru svolítið frjáls.

Forvinna

Þetta er hægt að gera fyrr um daginn og geyma í ísskáp. Ef setja á í lítil glös er hægt að gera það nokkru áður.

Hráefni

 • U.þ.b. 450 g rækjur

Salsa

 • U.þ.b. 3 msk mangó
 • ½ ferskt chili – nokkur fræ með
 • U.þ.b. 1 tsk olía
 • 4 msk kóríander
 • U.þ.b ½ avókado
 • 1 tsk sítrónusafi
 • Pipar

Sósa

 • U.þ.b. 100 g rjómaostur – philadelphia
 • U.þ.b. ½ – 1 dl frosin hindber
 • Sítrónusafi
 • Engifersíróp / hunang

Verklýsing

Salsa

 1. Best að afþýða rækjur daginn áður í ísskáp – hafa þær í sigti í skál
 2. Mangó, chili, avókado og kóriander skorið smátt og blandað saman í skál
 3. Olíu og sítrónusafa bætt við ásamt pipar

Sósa og samsetning

 1. Frosin hindber sett í pott, hitað að suðu og kælt
 2. Rjómaostur aðeins hrærður og hindberjagumsi ásamt sítrónusafa og engifersírópi (sjá uppskrift Ýmislegt-bragðbætir) eða fljótandi hunangi hrært saman við
 3. Rækjur settar á fat eða í litlar skálar – salsa sett ofan á og loks sósan. Fallegt að láta nokkra dropa af hindberjasafanum efst og punta með koríanderlaufum í lokin

Geymsla

Þetta á að geyma í kæli.

IMG_9149

IMG_9146

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*