Home » Rækjur með mangósalsa og hindberjasósu

Rækjur með mangósalsa og hindberjasósu

Rækjur með mangósalsa og hindberjasósu

  • Servings: 6 - 8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Hlutföllin í uppskriftinni eru svolítið frjáls.

Forvinna

Þetta er hægt að gera fyrr um daginn og geyma í ísskáp. Ef setja á í lítil glös er hægt að gera það nokkru áður.

Hráefni

  • U.þ.b. 450 g rækjur (best að afþíða rækjur daginn áður í ísskáp – hafa þær í sigti í skál)

Salsa

  • 3 – 4 msk mangó
  • ½ ferskt chili – nokkur fræ með
  • 1 tsk olía
  • 4 msk kóríander
  • ½ avókado
  • 1 tsk sítrónusafi
  • Pipar

Sósa

  • U.þ.b. 100 g rjómaostur
  • ½ – 1 dl frosin hindber
  • Nokkrir dropar sítrónusafi
  • Aðeins af hunangi eða engifersíróp

Verklýsing

Salsa

  1. Mangó, chili, avókado og kóriander skorið smátt og blandað saman
  2. Olíu og sítrónusafa bætt við ásamt pipar

Sósa og samsetning

  1. Frosin hindber sett í pott, hitað að suðu og kælt. Fræin sigtuð frá og hindberjasafinn notaður í sósuna (upplagt að leggja aðeins til hliðar til að skreyta)
  2. Rjómaostur hrærður hrærður saman við hindberjasósuna ásamt sítrónusafa og sætu (hunang eða engifersíróp) – hrært saman við
  3. Rækjur settar á fat eða í litlar skálar – salsa sett ofan á og loks sósan. Fallegt að láta nokkra dropa af hindberjasafanum efst og punta með koríanderlaufum í lokin

Geymsla

Þetta á að geyma í kæli.

IMG_9149

IMG_9146

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*