Tapenade
Uppruni
Þessi uppskrift kemur frá mömmu.
Hráefni
- ½ dl grænar ólífur
- ½ dl svartar ólífur
- 2 msk kapers
- 4-6 hvítlauksgeirar
- 1½ msk tómatpúrra
- 1½ msk ansjósur
- 1 dl ólífuolía
Verklýsing
Allt sett í matvinnsluvél og haft mátulega gróft
Meðlæti
Borið fram með nýbökuðu brauði. Sólarhringsbrauð passar mjög vel með.
Geymsla
Geymist vel í kæli.



