Ein súpereinflöd brúnkaka með súperboltalakkrískúlum

Brúnkaka í leirpotti sem allir geta bakað

  • Servings: /Magn: 6 - 8
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ég verð seint þreytt á því að gera tilraunir með bakstur í Hönnupottum.  Hér kemur ein einföld og góð. Upplagt  að fá yngstu kynslóðina með sér í lið og skella í eina svona.  Þessi eftirréttur er með súperboltalakkrískúlum …. við á heimilinu erum svolítið lakkrísfólk.

 

Hráefni

  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl olía
  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 msk kakó
  • 3 dl súperboltakúlur

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Egg og sykur þeytt saman og olíu blandað saman við
  3. Hveiti, lyftidufti og kakói bætt við blönduna
  4. Súperboltarnir skornir í bita og helmingurinn settur út í  deigið
  5. Sett í leirpott og bakað í 30 mínútur. Tekið út og hinum helmingnum af kúlunum dreift yfir
  6. Borið fram með ís eða þeyttum rjóma

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*