Skyrbúst stútfullt af orku
Uppruni
Í gegnum tíðina hafa börnin mín oft orðið mjög spennt fyrir ýmsum skyndibitum. Þá hef ég stundum bent þeim á að það sé töluvert hagkvæmara að reyna að búa til sjálfur…. hér kemur útgáfan hans Huga af Ísey skyrbar. Það má líka bara nota ímyndunaraflið og gera aðrar útgáfur háð því hvað er í uppáhaldi hjá hverjum og einum eða líka að nota það sem til er í ísskápnum. Þessi orkubomba er ofureinföld og góð.
Hráefni
- 2 dl Ísey skyr með vanillubragði eða KEA vanilluskyr
- 5 – 6 (ca 1 dl) stk frosin jarðarber
- ½ banani
- 2 msk hnetusmjör
- 5 – 6 stk klakar (má sleppa)
- Smá vatn
Meðlæti og skraut
- Jarðarber – fersk skorin í sneiðar
- ½ banani
- 1 daðla – skorin í sneiðar
- Granola eða musli t.d. heimagert musli eða heimagert granola
- Spari: Súkkulaðiperlur eða spænir og flórsykur á döðlurnar
Verklýsing
- Skyr sett í blandara ásamt frosnum jarðarberjum, hnetusmjöri, banana og klökum. Blandað vel saman – á að vera þykkt. Gott að setja örlitla skvettu af vatni svo að allt blandist vel saman
- Aðeins af hreinu skyri sett í botn á skál. Skyrblöndunni hellt yfir
- Skreytt með granola/múslí, niðurskornum jarðarberjum, bananasneiðum, döðlubitum og svo nokkrum súkkulaðiperlum
- Borðað strax