Knúsíknús…. kúskús

Kúskús - frábært meðlæti

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mér finnst mjög gaman að gera mismunandi útgáfur af kúskúsi og blanda því með ýmsu grænmeti – finnst það gera mikið fyrir máltíðina. Þessi er bæði einföld og góð en það besta er …. að það er hægt að útbúa meðlætið töluvert áður þar sem það þolir að standa við stofuhita og er þá tilbúið beint á borðið.

Forvinna

Þetta meðlæti er upplagt að búa til fyrr um daginn.

Hráefni

 • Klípa af smjöri
 • 3 stk hvítlauksrif – pressuð
 • 2 – 3 vorlaukar – skornir í sneiðar
 • 250 g kúskús
 • 2 msk olía
 • 100 – 150 g fetaostur (brotinn í litla bita)
 • 2 tsk kryddið Gott á allt
 • 1 – 2 dl pistasíuhnetur – saxaðar gróft
 • 50 – 100 g hvítkál – skorið í þunnar ræmur
 • Steinselja – söxuð
 • Skraut – fallegt að setja nokkrar pistasíuhnetur hér og þar og dreifa sumaci yfir

Verklýsing

 1. Olíu og kúskúsi blandað saman í skál
 2. 5 dl vatn og 1 tsk salt sett í pott og hitað að suðu. Þegar suðan er komin upp er kúskúsinu hellt í pottinn og slökkt á hitanum.  Hrært og lokið sett á – látið standa í 5 mínútur
 3. Hvítlaukur steiktur í smöri á vægum hita á pönnu
 4. Hvítkálsræmum blandað saman við og látnar malla aðeins á pönnunni
 5. Hvítlaukurinn og hvítkálið sett út í kúskúsið í stórri skál
 6. Pistasíuhnetum, steinselju, kryddi og fetasosti bætt við og öllu blandað vel saman
 7. Flott að skreyta með sumaci og pistasíuhnetum

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*