Einfalt og sykurlítið granola

Einfalt og sykurlítið granola

 • Servings: ?
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er sykurlítil og mjög einföld.  Ágætt að eiga til að setja út á Ab-mjólkina ásamt ferskum ávöxtum.

Hráefni

 • 500 g hafragrjón
 • ½ dl hörfræ
 • ½ dl sólberjafræ
 • ½ dl graskersfræ
 • ½ dl kókosmjöl
 • ½ dl sesamfræ
 • ½ msk kardimomma
 • ¼ msk kanill (þeir sem eru hrifnir af kanil geta sett ½ msk)
 • ½ dl heitt vatn
 • ½ msk hunang
 • ½ msk olía
 • 50 g heslihnetur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti)
 2. Öllum þurrefnum blandað saman
 3. Heitt vatn, hunang og olía sett í glas og hellt yfir þurrefnin – hrært saman
 4. Allt sett í ofnskúffu með bökunarpappír og bakað í ofni í u.þ.b. 25 mínútur – best að hræra í 2 – 3 sinnum

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*