Sumarhreiður

Marengshreiður

  • Servings: /Magn: 6 - 7 hreiður
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það getur verið bæði fallegt og þægilegt að bjóða upp á pavlovuhreiður.  Hægt er að baka hreiðrin nokkrum dögum áður þannig að þá er bara eftir að fylla hvert og eitt með einhverju spennandi.  Möguleikarnir eru óteljandi og fer svolítið eftir því hvað er í uppáhaldi hjá hverjum og einum.  Einfaldast er að blanda saman þeyttum rjóma og nokkrum kókosbollum til að leggja í hreiðrin.  Þá er bara eftir að skreyta með berjum og súkkulaðispæni.

 

Forvinnsla

Það má baka hreiðrin daginn áður

Hráefni

Marengs

Ath.  Hægt er að gera tvær tegundir af marengs.  Með edikinu og maizenamjölinu verða skeljarnar mýkri og líkari pavlovu en ef því er sleppt verða skeljarnar stökkari … smekksatriði hvort þykir betra

  • 1½ dl eggjahvíta (4 – 5 eggjahvítur)
  • 150 g flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 1 msk maizenamjöl

 

Fylling – hugmyndir

 

Skreyting

  • Flórsykur
  • Súkkulaðispænir
  • Ávextir og fersk ber  – íslensk þegar þau eru í boði

Verklýsing

Marengs

  1. Ofninn hitaður í 140°C (blástur)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
  3. Flórsykur, vanillusykur og maizenamjöl sigtað saman – bætt við smátt og smátt – þegar allt er komið í skálina er hrært áfram í 3 – 5 mínútur
  4. Ediki bætt við og blandað varlega vel saman
  5. Smjörpappír lagður í ofnskúffu (gott að taka kalt smör og smyrja pappírinn aðeins).  Það má bæði setja blönduna í rjómasprautu og mynda hreiður með hærri köntum eða taka blönduna með sleikju og skipta í 6 jafna kökur – síðan er sleif eða skeið notuð til að mynda holur í miðjuna
  6. Bakað í 10 mínútur og hitinn lækkaður í 100°C. Bakað í 1 klukkustund til viðbótar.  Látið kólna í ofninum

 

Hugmyndir að samsetningu

  1. Þeyttum rjóma og kókosbollum blandað saman og skreytt með berjum
  2. Sítrónusmjör sett í botninn. Því næst þeyttur rjómi, niðurskorin jarðarber og súkkulaðispæni stráð yfir
  3. Niðurskornir ferskir ávextir settir í botninn, þeyttur rjómi með aðeins af vanillusykri. Fersk ber ofan á og skreytt með flórsykri
  4. Niðurskornir ávextir, þeyttur rjómi og súkkulaðisósu hellt á hvert hreiður í lokin

 

Þeyttur rjómi með aðeins af vanillusykri, nýjum íslenskum jarðarberjum, rifnu suðusúkkulaði og myntu sem hefur verið maukað saman með hrásykri (í morteli)

 

Sumarhreiður með sítrónusmjöri, rjóma, súkkulaðispæni, myntu og íslenskum jarðarberjum 

Sumarhreiður með kókosbollurjóma og ávöxtum

Sumarhreiður með niðurskornum ávöxtum, rjóma og súkkulaðisósu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*