Limoncello spritz

Svalandi sumardrykkur

 • Servings: 1 glas
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þegar sumar er í lofti og sólin skín getur verið svalandi að bjóða upp á þennan í fordrykk. Hann hentar ágætlega sem slíkur þar sem hann er lúmskt sterkur og passar síður sem drykkur sem maður fær sér marga af….. 🙂

Hráefni

Hlutfölllin eru smekksatriði og má hafa meira af sódavatni en þá verður drykkurinn bragðminni

 • ¼ limoncello
 • ½ prosecco/freyðivín
 • ¼ sódavatn
 • 1 sítrónusneið eða mynta
 • Klaki

Verklýsing

 1. Klaki settur í glasið – frekar mikið af honum
 2. Freyðivíni hellt í glasið (helmingur af drykknum)
 3. Limoncello hellt í glasið (u.þ.b. ¼ af drykknum)
 4. Sódavatn hellt í glasið (u.þ.b. ¼ af drykknum)
 5. Hrært aðeins – svo allt blandist saman
 6. Skreytt með sneið af sítrónu/lime eða ferskri myntu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*