Pistasíusnúður bakaður í leipotti
Uppruni
Það að baka snúða getur verið svo skemmtilegt… hægt að leika sér með ýmsar fyllingar og snúninga. Þessa uppskrift hef ég gert á nokkra vegu, eiginlega bara eftir því í hvernig stuði ég er …. stundum einn risasnúður og stundum margir litlir. Eins og svo oft áður nota ég leirpottana mína.
Forvinna
Það er alltaf hægt að hægja á hefingunni með því að setja deigið í kæli. T.d. er hægt að leggja í deigið og setja það í kæli … baka svo daginn eftir.
Deig FyllingHráefni
Verklýsing
- Smjör brætt í potti. Þegar smjörið er bráðnað er mjólkinni bætt við og hrært – oft er hægt að fá þannig mátulegan hita (má alls ekki vera hærra en 37°C)
- Þurrger og hrásykur sett í skál og skvettu af mjólkurblöndunni blandað saman við – hrært saman. Afgangi af mjólkurblöndunni bætt við ásamt hveiti – ágætt að setja 4 -5 dl af því og hræra saman með sleikju
- Afgangi af hveitinu ásamt salti blandað saman við og hnoðað. Klútur settur yfir og látið hefast í eina klukkustund þar sem lítill trekkur er (yfirleitt tvöfaldast deigið að stærð)
- Fylling: Smjör brætt (ekki bræða það alltof mikið). Hrásykri, kókosmjöli og pistasíumulningi blandað saman í skál
- Deigið tekið úr skálinni og sett yfir hveitistráð borð. Deigið flatt út með kökukefli þannig að það verði ca. 30 x 60 að stærð. Smjöri dreift yfir og síðan pistasíublöndunni. Deigið rúllað upp og síðan er togað í báða enda þannig að teygist á rúllunni (sjá myndband)
- Lengjan vafin upp í einn stóran snúð eða skorin niður í u.þ.b. 18 jafnstóra bita
- Ofninn hitaður í 250°C – leipotturinn settur inn í kaldan ofninn og látinn hitna með
- Egg pískað (hrært) og penslað á snúðinn/snúðana
- Þegar ofninn hefur náð hitanum er potturinn tekinn út, snúðurinn settur í hann og því sem eftir er af pistasíublöndunni dreift yfir. Einnig er hægt að leggja litla snúða ofan í pottinn hér og þar – pensla aðeins meira og afgangi af pistasíublöndunni stráð yfir. Lokið fer á pottinn og hann settur inn. Hitinn lækkaður í 220°C stillt á 35 mínútur. Ef vantar smá lit eftir 35 mínútur er gott að taka lokið af og baka snúðinn aðeins lengur (alls ekki víst að þess þurfi – fer svolítið eftir ofnum)
- Snúðurinn tekinn úr pottinum og látinn kólna
Hréfni
Hjálparkokkurinn ánægður með afraksturinn