Flottur fiskréttur með litlar kröfur… eldaður í leirpotti

Góður og einfaldur fiskréttur með dúndursósu og hvítkáli

 • Servings: 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Það er alltaf vinsælt að elda eitthvað sem er bæði einfalt og gott.  Þessi fiskréttur gerir litlar kröfur en rennur ljúflega niður – eiginlega er hann alveg sérstaklega bragðgóður.  Þetta er einn af þeim réttum sem ég bý til í pottunum mínum en það má líka nota annað sem þolir að fara í heitan ofn.  Ég elda fiskinn með lokinu á en þannig verður uppgufunin lítil og minna vökvatap en eldunartíminn er aðeins lengri fyrir vikið.

Leirpottur

Pottur (Hönnupottur) sem tekur u.þ.b. 2 lítra passar mjög vel.

Ath. Eldunartíminn ræðst bæði af þykkt fiskbitanna og hvort rétturinn er eldaður með loki eða ekki.  Ef fiskbitarnir eru þykkir þarf að gera ráð fyrir lengri eldunartíma.  Hægt er að nota annað grænmeti en ég mæli með hvítkáli – það gefur skemmtilega útkomu.

Hráefni

 • 800 g – 1kg fiskur t.d. þorskhnakki – skorinn í bita
 • Sítrónupipar frá Pottagöldrum
 • Toskana frá Kryddhúsinu
 • Cumin – malað
 • Kóriander
 • Turmerik
 • 1 tsk saltflögur
 • Grænmeti – til dæmis brokkóli og blómkál
 • Hvítkál – skorið í þunnar ræmur

Sósa

 • 3 dl mascarponeostur
 • 2 – 2½ dl matreiðslurjómi
 • Karrý
 • Turmerik

Verklýsing

 1. Ofinn hitaður í 180°C (yfir- og undirhiti)
 2. Fiskurinn skorinn í bita og settur í pottinn (fatið). Kryddi stráð yfir (sjá myndband)
 3. Bitum af grænmeti dreift yfir
 4. Sósan gerð: Mascarponesostur settur í skál ásamt matreiðslurjóma – hrært saman. Karrý og turmerik bætt við (sjá myndband) – hrært saman og hellt yfir fiskinn
 5. Hvítkálsræmum stráð yfir
 6. Lokið sett á pottinn og eldað í ofinunum í 35 – 40 mínútur. Ath. ef lokið er ekki notað er eldunartíminn styttri en um leið getur fiskrétturinn orðið aðeins þurrari (meiri uppgufun)

 

Meðlæti: Ferskt salat og hrísgrjón

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 Comments

 1. Hugrún Björk

  Þessi réttur er bara himneskur ???? og potturinn hrein dásemd, kærar þakkir fyrir mig ????

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*