Fennelrisotto með snöggsteiktum sjávarnið

Snöggsteikt sjávarveisla með fennelrisotto

 • Servings: 6 - 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi saðsama sjárvarsprengja er heimatilbúin og er hinn fínasti forréttur sem er einnig hægt að nota sem aðalrétt.  Blanda má saman ýmsum tegundum af sjávarfangi.

Forvinnsla

Risottoið má búa til nokkrum dögum áður og geyma í kæli.  Þegar það er hitað aftur er gott að þynna aðeins með rjóma eða hvítvíni/freyðivíni.

Hráefni

 • 1 kg sjávarblanda t.d. humar og/eða rækjur
 • 3 – 7 hvítlauksrif – pressuð
 • Vel af smjöri
 • Hvítlauksblanda

Risotto

 • 1 laukur – saxaður
 • 2 – 4 hvítlauksrif – söxuð eða pressuð
 • 1 (2 lítil) stk ferskt fennel – skorið í þunnar sneiðar
 • 3 dl risottogrjón
 • 3 dl vatn
 • 100 g smjör
 • 3 – 5  dl hvítvín eða freyðivín… 2 dl til viðbótar ef risottoið er látið malla lengi
 • 1 – 2 dl rjómi
 • Salt
 • Pipar
 • Soð af rækjum og/eða humri – vökvinn sem rennur af
 • Skel af humri/rækjum (ef það er ekki til má nota humarkraft)

 

Verklýsing

 1. Smjör brætt, laukur og hvítlaukur steikt á vægum hita í 10 – 15 mínútur
 2. Fennel bætt við og blandað saman ásamt hrísgrjónum og vatni – soðið á vægum hita í 15 mínútur
 3. Hvítvíni/freyðivíni hellt út í – hrært saman og látið malla á lágum hita. Hræra reglulega svo ekki festist við botninn
 4. Skel af humri/rækjum sett í pott ásamt vatni og suðan látin koma upp.  Látið sjóða í 10 – 15 mínútur
 5. Soðið sigtað frá skelinni og bætt við risottoið – hrært.  Ef soð er ekki til má nota humarkjötkraft
 6. Rjóma hellt út í. Saltað og piprað
 7. Risottoið látið malla á vægum hita.  Því lengur sem það er láitð malla … þeim mun þykkra verður það.  Þá má þynna með hvítvíni/freyðivíni og rjóma
 8. Smjör sett á pönnu ásamt hvítlauk – hitinn hækkaður aðeins.  Rækjur eða humar snöggsteikt og kryddað með hvítlauksblöndu
 9. Framsetning. Risotto sett á stórt fat eða forréttardiska og rækjum/humri dreift yfir. Fallegt að skreyta með ferskri kryddjurt

 

Geymsla:  Risottoið geymist vel í kæli í nokkra daga.

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*