Heimsins einfaldasti kjúklingaréttur

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Nú erum við að ræða um einfaldasta rétt allra tíma.  Við þurfum eingöngu tvö hráefni… úrbeinuð kjúklingalæri og kjúklingakrydd.  Svo þarf bara eitt stykki pott sem þolir að fara í ofn en þá nota ég leirpottana mína.  Með því að elda kjúklinginn með lokinu á helst rakinn vel og sósa myndast sem þykir góð.  Eldunartíminn er lengri, en það gerir nú lítið til … á meðan eru hrísgrjón soðin og salat útbúið.

 

Hráefni

  • 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • Kjúklingakrydd

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180 – 200°C (blásturstilling)
  2. Kjúklingalærin krydduð á báðum hliðum og sett í pottinn (sjá myndband) – þeim er raðað þannig að þau liggi ekki ofan á hvert öðru
  3. Lokið sett á og inn í ofn í 45 mínútur
  4. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*