Dýrindis léttmarengs með karamellubráð

Dýrindis léttmarengs með karamellubráð

  • Servings: 6-8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er einföld þó að kakan þurfi að vera þrjá tíma í ofninum.

Forvinna

Þessi kaka má alveg standa yfir nótt eða yfir daginn áður en hún er skreytt og borin fram.

Hráefni

Karamella

  • 2 dl sykur
  • 2 msk soðið vatn

 

Marengs og skreyting

  • 6 eggjahvítur
  • 1½ dl sykur
  • 3 dl rjómi
  • Ávextir

Verklýsing

Karamella

  1. Ofninn hitaður í 200°C – formið látið hitna með
  2. Sykur settur á pönnu og látinn bráðna á miklum hita – passa að ekki brenni
  3. Soðnu vatni bætt við, þegar sykurinn er orðinn ljósbrúnn, og hrært vel í
  4. Sett í heitt formið, sem tekur u.þ.b. 1 lítra. Láta karamelluna þekja allan botninn á forminu og aðeins upp á kantana
  5. Erfitt getur verið að þvo pönnuna – ágætt að setja heitt vatn á hana og sjóða aðeins til að losa það sem eftir er af karamellunni

 

Margengs

  1. Hræra eggjahvítur og sykur saman þar til það verður létt og hvítt
  2. Sett í formið og látið vera í vatnsbaði í ofninum í u.þ.b. 5-10 mínútur eða þangað til það fær fallegan lit
  3. Þá er ofninn stilltur á 100°C og bakað í 3 tíma
  4. Kökunni er hvolft á fat og sósan hellist yfir hana úr botninum. Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum
  5. Ágætt að leyfa vatni að liggja í forminu til að ná karamellunni sem varð eftir

Geymsla

Kakan er líka góð daginn eftir.

Karamellan á pönnunni og marengsinn í ofninum

leidb


Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*