Marengsskeljar – grænar og gómsætar

Marengsskelar með rjóma og Remi kexi

 • Servings: /Magn: 7 - 10 skeljar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessar kökur eru gerðar sértaklega fyrir herramanninn Heimi en hann hefur mikið dálæti á Remi kexi og því var ekkert annað í stöðunni en að leggja í einn slíkan erftirrétt.  Góður og einfaldur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af piparmyntu en svo er bara minnsta málið að sleppa henni og setja vanillusykur í staðinn eða bara ekki neitt og eftirrétturinn verður fínn.

 Forvinna

Upplagt að búa til marengsskeljarnar eitthvað áður … jafnvel 1 – 2 dögum.

Kökurnar þola vel að vera tilbúnar fyrr um daginn en þá er betra að geyma þær í kæli.

Hráefni

Marengsskeljar

 • 3 eggjahvítur
 • 150 g sykur
 • 50 g suðusúkkulaði

Fylling

 • 5 dl rjómi
 • U.þ.b. 1 tsk piparmyntudropar (má sleppa eða setja 1 msk af vanillusykri)
 • Tæplega 2 pakkar af Remi kexi (7 – 8 stk í rjómann og svo eitt skraut á hverja skel)
 • Grænn matarlitur (má sleppa)

 

Verklýsing

Marengsskeljar

 1. Ofninn hitaður í 150°C (blástur)
 2. Eggjahvíta og sykur sett í skál (upplagt að nota hrærivélarskálina) og hitað í vatnsbaði – hrært létt með þeytara þar til hitinn nær 60°C – gott að vera með kjöthitamæli
 3. Skálin tekin úr vatnsbaðinu og blandan þeytt áfram í hrærivélinni eða þar til hún verður létt og stíf
 4. Súkkulaðið brætt í skál yfir vatnsbaði
 5. Bræddu súkkulaði bætt við marengsinn – mjög lauslega
 6. Bökunarpappír settur á eina eða tvær ofnskúffur (háð fjölda skelja) og 7 – 10 hringlaga kökur mótaðar – ágætt að búa til dæld með skeið (hafa hana blauta þá loðir minna við hana) í miðjuna til að koma fyllingunni betur fyrir
 7. Bakað í 8 mínútur – slökkt á ofninum og látið kólna þar (ekki nauðsynlegt)

Fylling

 1. Rjóminn þeyttur og piparmyntudropum bætt við á meðan rjóminn er að þeytast.  Nokkrum dropum af grænum matarlit bætt við rjómann (má sleppa)
 2. Remi kex (7 – 8 stk) saxað gróflega og bætt við rjómann
 3. Fyllingin sett ofan í marengsskeljarnar og hver skel skreytt með einu Remi kexi

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*