Poached egg – gott með hverju sem er

Mín útgáfa af egg benedict

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Eitt að því sem ég hef verið að æfa mig í er poached egg eða gera mína útgáfu af egg benedict.  Heba hefur verið mér innan handar og er nokkuð lunkin í að gera sína útgáfu.  Það getur verið smekksatriði hversu mikið eggið á að vera soðið en við miðum við 3 mínútur frá því eggið fer í vatnið. Okkur finnst best að eiga afgang af heimagerðri bernaisesósu í ísskápnum og setja yfir eggið.  Einnig er alveg frábært að eiga sneið af súrdeigsbrauði til að rista á pönnu og borða með eða setja undir eggið.  Toppurinn er að steikja ferskan aspas og hafa með.  En það getur bara hver og einn fundið sína eigin uppáhaldsútgáfu.

Hráefni

  • Vatn í potti (1½ – 2 litra)
  • 1 msk hvítvínsedik
  • Egg

 

Verklýsing

  1. Vatn hitað í potti og hvítvínsediki blandað saman við
  2. Hitað að suðu – má alls ekki bullsjóða þegar eggið er sett ofan í. Hrært þannig að það myndist hringstraumur – sjá myndband
  3. Eggið sett í litla skál og hellt út í á meðan hringsnúningurinn er í vatninu – sjá myndband.  Vatnið má sjóða eftir að eggið er komið ofan í
  4. Soðið í 3 mínútur (4 mínútur fyrir þá sem vilja meira soðið). Tekið upp úr og sett á disk – gott að láta vatnið aðeins drjúpa af eða þurrka það með þurrku – sjá myndband
  5. Útfærslur geta verið á ýmsan máta.  Gott að setja eggið á steikta matarafganga. Upplagt að skera niður kjötafganga og kartöflur – steikja á pönnu, salta og pipra og toppa máltíðina með poached eggi.  Eins og áður sagði þá finnst mér gott að setja bernaisesósu ofan á, salta og pipra og borða ristað súrdeigsbrauð með.  Smjörsteiktur aspas er líka frábær með

 

Ath. Ég hef soðið eitt egg í einu og allt upp í þrjú í sama vatninu.  Held að það sé betra að skipta um vatn ef sjóða á fleiri.  Skilst að það sé hægt að sjóða fleiri en eitt egg í einu en ég er ekki komin upp á lag með það enn þá þannig að ég held mig við þetta eina í bili

 

 

Frábær brunch – ristað súrdeigsbrauð, beikon, avókadó og tómatar.  Toppað með poaced eggi – pipara og saltað

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*