Ofnbakaðar kartöflur með góðri sósu – frábært meðlæti

Ofnbakaðar kartöflur með góðri sósu - frábært meðlæti

 • Servings: 5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Hugmyndina fékk ég á veitingastað og ákvað að prófa eitthvað svipað.  Útkoman var sérstaklega góð og á vel við hvort sem um er að ræða fisk, kjöt eða hamborgara.  Gott meðlæti sem er auk þess prýði á matarborðinu.

Hráefni

Kartöflur

 • 2 kg kartöflur – skornar í báta
 • ½ dl olía
 • ½ msk hvítvíns/eplaedik
 • Tæplega 1 tsk hunang

Sósa og skraut

 • 2 dl grísk jógúrt
 • U.þ.b. 1 dl mjólk (fer eftir þykktinni á grísku jógúrtinni… ef hún er þykk þarf meira af mjólk og öfugt)
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk þurrkað dill (eða 1 msk ferskt dill)
 • 15 – 20 stk vínber – skorin í báta
 • ½ dl jarðhnetur
 • 2 msk grófar kókosflögur (má sleppa)

Verklýsing

Kartöflur

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Olíu, ediki og hunangi blandað saman í stórri skál og kartöflum velt upp úr blöndunni.  Þær settar í ofnskúffu og látnar bakast 20 – 30 mínútur
 3. Hrært í og bakað í 10 – 15 mínútur til viðbótar á meðan sósan er útbúin

Sósa og skraut

 1. Grísk jógúrt og mjólk pískaðar saman.  Hunang og dill sett út í – hrært
 2. Þegar kartöflurnar eru steiktar í gegn eru þær settar í skál og sósunni hellt yfir kartöflurnar – í miðjuna
 3. Skreytt með vínberjum, hnetum og kókosflögum

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*