Öðruvísi pönnukökur…..tilvaldar fyrir helgarbrönsið

Pönnukökur með birkifæjum, sítrónukeimi og mascarponekremi

  • Servings: /Magn: 12 – 15 stk - háð stærð
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ég hef verið að prófa mig áfram með nýja útgáfu af morgunverðarpönnukökum. Þó að þessar hefðbundnu amersíku pönnukökur standi alltaf vel fyrir sínu eru þessar skemmtileg tilbreyting.  Sítrónukeimurinn er góður og svo á mascarponekremið og hunangssósan alveg sérstaklega vel við.  Mæli með að skella í þessar um helgina.

Forvinna

Hægt að útbúa deigið daginn áður en þá er betra að bíða með birkifræin þar til rétt áður en pönnukökurnar eru bakaðar.  Upplagt að útbúa sósurnar daginn áður.

Hráefni

Best að byrja á mascarponekreminu og láta það standa aðeins

Mascarponekrem

  • 2 dl mascarponeostur
  • 1 dl nýmjólk
  • 1 msk síróp/hunang
  • Börkur af lífrænni sítrónu – rifinn fínt

 

Hunangssósa

  • ½ dl hunang
  • ½ dl sítrónusafi

 

Pönnukökur

  • 3 dl hveiti
  • 1 msk sykur
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 3 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 msk smjör – brætt
  • 1 lífræn sítróna, börkur og safinn (börkur rifinn fínt)
  • 1½ – 2 msk svört birkifræ
  • Smjör til steikingar

Ath. Þegar börkur er rifinn af sítrónu á sem minnst af hvíta hlutanum undir berkinum að fara með – það gefur beiskt bragð

 

Verklýsing

 

Mascarponekrem

  1. Mascarponeostur og mjólk pískað saman ásamt hunangi.  Sítrónusafa og berki  blandað saman við og hrært þar til blandan verður slétt

 

Hunangssósa

  1. Sítrónusafa og hunangi blandað saman

 

Pönnukökur

  1. Þurrefnum blandað saman í skál
  2. Afgangi af hráefnum blandað saman við nema birkifræjum – hrært þar til blandan verður slétt. Birkifræjum bætt við í lokin
  3. Pannan hituð og hún smurð með olíu eða smjöri. Ausa af deiginu sett á pönnuna (smekksatriði hversu stórar kökurnar eiga að vera) – þegar pönnukakan er aðeins farin að bakast og búin að fá fallegan lit er henni snúið við.  Best að hafa meðalhita á svo að pönnukökurnar brenni síður

 

Meðlæti

Borið fram með niðurskornum ferskum ávöxtum – eftir smekk hvers og eins.  Skreyta má mascarponekremið með nokkrum birkifræjum

 /directions]

Mascarponekrem útbúið

Pönnukökudeigið í vinnslu

Pönnukökur bakaðar

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*