Grænmetislasagna
Uppruni
Þessi réttur er bæði góður, einfaldur og þægilegt að búa hann til.
Hráefni
- 250 – 300 g lasagnaplötur
- 1 stór gulur laukur eða 1½ lítill – saxaður fínt
- 2 – 3 hvítlauksrif – söxuð fínt
- 1 msk olía + ½ msk smjör
- 3 msk tómatpúrra
- 800 – 850 g niðursoðnir tómatar
- 1 – 2 vel þroskaðir tómatar – skornir í bita (má sleppa)
- 1 msk hunang
- 1 grænmetisteningur
- 2 msk ferskt timjan eða 1 tsk þurrkað
- 200 – 250 g spínat – ferskt eða fryst
- 12 – 15 salvíublöð eða 1 msk þurrkuð salvía
- 1 tsk gróft salt
- Pipar
- 2 pakkar (2 x 225 g) halloumiostur – skorinn í þunnar sneiðar
- 1½ dl graskersfræ – mega gjarnan vera ristuð
- 2½ dl parmesanostur
- Hugmyndir að skrauti eftir að lasagna er komið úr ofninum: Granatepli, hnetur, ferskt spínat eða graskerfsræ
Verklýsing
- Ofninn stilltur 170° – 175°C (yfir- og undirhiti)
- Laukur og hvítlaukur steiktir upp úr olíu og smjöri á lágum hita þar til laukurinn verður glær
- Tómatpúrru bætt saman við og steikt aðeins
- Maukaðir tómatar settir út í ásamt, niðurskornum tómötum, hunangi, grænmetisteningi og timjan – látið malla á meðalhita í 5 mínútur (án loks)
- Spínati og salvíu blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Kryddað með salti og pipar
- Spínat- og tómatblandan, halloumiostur, lasagnaplötur og graskersfræ sett til skiptis í eldast mót – u.þ.b. 20 x 30 cm að stærð. Best að hafa tómat- og spínatblönduna neðst (næst koma lasagnaplötur, haloumiostur og síðan graskersfræ). Best að enda með tómat- og spínatblöndunni (ætti að vera hægt að ná 3 – 4 lögum). Parmesanostur er settur efst
- Haft í ofninum í 45 mínútur. Gaman að skreyta með granateplum, hnetum og salvíu eða fersku spínati áður en fatið er borið fram
Meðlæti
Nýbakað brauð og ferskt salat.






