Brownies með möndlumassa og núggati

Brownies með möndlumassa og núggati

 • Servings: 12 -14
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég hef verið að prófa nýja útgáfu af brownies og er þessi kannski aðeins meira fullorðins en líka mjög fljótleg og þægileg.  Eins og Heba segir þá er þetta lúmskt góð kaka og hún er góð í marga daga.

Hráefni

 • 250 g suðusúkkulaði (ágætt að hafa 70% að hluta)
 • 250 g smjör
 • 1½ dl sykur
 • 6 egg
 • 100 g malaðar möndlur eða 1 dl grófsaxaðar pekanhnetur eða valhnetur – má sleppa
 • 2½ dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 200 g möndlumassi – rifinn
 • 150 g núggat – skorið í bita

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
 2. Smjör og súkkulaði brætt saman á lágum hita yfir vatnsbaði
 3. Egg og sykur þeytt þar til hræran verður létt og ljós
 4. Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í eggjahræruna með sleif
 5. Súkkulaði- og smjörblöndunni hellt saman við deigið ásamt möndlu- og/eða hnetumulningum, möndlumassanum og núggati – blanda saman varlega með sleif
 6. Deigið sett í form (30×24 cm) með bökunarpappír í botninum – formið er haft rúmlega hálft og bakað í 20 – 25 mínútur. Mér finnst best að kakan sé svolítið blaut þ.e. ekki of mikið bökuð en það er auðvitað smekksatriði. Ef formið er minna og hærra þarf að baka kökuna aðeins lengur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*