Home » Sætkartöflustappa – einföld og fljótleg

Sætkartöflustappa – einföld og fljótleg

Sætkartöflustappa - einföld og fljótleg

  • Servings: 5 - 6
  • Difficulty: einfalt
  • Prenta

Uppruni

Sætar kartöflur eru vinsælar hjá unga fólkinu hér á bæ.  Þessi stappa er einföld og fljótleg og á vel við með ýmsum kjötréttum.  Við hátíðleg tækifæri er gaman að sprauta sætkartöflustöppunni í fallega toppa – slíkt puntar upp á matarborðið.

Forvinna

Sætkartöflustöppuna má útbúa samdægurs eða daginn áður og hita upp.  Toppana er upplagt að gera fyrr um daginn og hita svo rétt áður en maturinn er borinn fram.

Hráefni

  • 1 kg sætar kartöflur
  • 3 msk smjör
  • 1 – 1½ tsk salt
  • 1 tsk pipar

Verklýsing

  1. Kartöflurnar flysjaðar, skornar í litla bita og soðnar (settar í kalt vatn og saltað aðeins – suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og látið sjóða í u.þ.b. 8 mínútur eða þar til bitarnir eru mjúkir í gegn). Vatnið láta renna af og bitarnir maukaðir í matvinnsluvél eða með töfrasprota
  2. Smjöri, salti og pipar bætt í – hrært saman við
  3. Ef stappan er sett í hátíðlegan búning: Ofninn stilltur á 225°C (yfir- og undirhiti)
  4. Kartöflustappan sett í rjómasprautu (með breiðu opi) og toppum sprautað í eldfast mót
  5. Látið inn í ofn í u.þ.b. 10 mínútur en tekið út um leið og kominn er fallegur litur á toppana.  Fallegt að skreyta aðeins saltflögum eða nýmuldum pipar

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*