Hindberjarúlluterta
Uppruni
Það er alltaf gaman að búa til mismunandi útgáfur af rúllutertum – hér kemur ein í viðbót.
Hráefni
Botn
- 3 egg
- 1½ dl sykur
- 2 dl hveiti
- 1½ tsk lyftiduft
- ½ dl heitt vatn
Fylling
- 3 matarlímsblöð
- 225 g hindber (frosin eða fersk)
- ½ dl sykur
- 2½ dl rjómi
- Fersk hindber til skrauts
Verklýsing
Botn
- Ofninn hitaður í 225°C
- Egg og sykur þeytt saman
- Hveiti og lyftiduft blandað saman og bætt varlega við með sleikju. Vatn sett út í – blandað saman með sleikju í lokin
- Deigið sett á bökunarplötu með bökunarpappír. Betra að smyrja bökunarpappírinn – þá loðir botninn síður við
- Bakað í ofninum í 5 – 7 mínútur
- Sykri stráð á bökunarpappírinn og kökunni hvolft þar á þegar hún kemur úr ofninum. Ofnplatan lögð yfir á meðan kakan kólnar
Fylling
- Matarlímið látið standa í 5 mínútur í köldu vatni (í skál – vatnið látið ná yfir matarlímsblöðin)
- Hindber og sykur hitað í potti þar til blandan þykknar. Sett í sigti þannig að kjarninn sigtist frá. Vökvinn sem rennur af er settur saman vð matarlímsblöðin (matarlímsblöðin tekin úr vatninu og kreist) látið kólna
- Rjómi þeyttur og matarlímsblöndunni blandað varlega saman við rjómann – látið standa í kæli í 1 klukkustund
- Rjómablöndunni dreift yfir kökuna og hún rúlluð upp. Látin jafna sig áður en hún er skorin í sneiðar
- Fallegt að skreyta kökuna með ferskum hindberjum
Fylling
Botn
Fylling sett á
Hugmynd að morgunmat: upplagt að blanda kjarnamaukinu (sem verður eftir í sigtinu) saman við ab-mjólk.