Grillað avókadó með hummus og jógúrtsósu

Grillað avókadó með hummus og jógúrtsósu

 • Servings: 8
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Skemmtilegur réttur sem ég fann í sænsku blaði.  Gott bæði með öðrum réttum eða sem forréttur.

Forvinna

Útbúa hummusinn og jógúrtsósuna eitthvað áður.

Hráefni

Avókadó

 • 4 avókadó – hæfilega mjúk og þroskuð
 • Salt og pipar
 • 1 sítróna
 • Olía

Hummus

 • 250 g kjúklingabaunir
 • 25 g tahini
 • ½ tsk cumin
 • ¼ tsk chiliduft
 • 1½ msk sítrónusafi
 • 1 msk ferskt koriander – saxað
 • 1 msk harissa – kryddmauk (fæst t.d. í Istanbul í Ármúla)

Jógúrtsósa

 • 2 msk tahini
 • 1½ dl grísk jógúrt
 • 2 hvítlauksrif – pressuð
 • Ögn af sítrónusafa

Verklýsing

Avókadó

 1. Avókadó skorið í tvennt og steinninn tekinn úr.  Ágætt að kreista aðeins sítrónusafa yfir.  Olía pensluð á helmingana þar sem skorið var – saltað og piprað
 2. Grillið hitað.  Avókadó sett á grillið (skurðarhliðin látin snúa niður) og grillað á meðalhita í 2 – 3 mínútur.  Ekki hreyfa við þeim á meðan
 3. Sítróna skorin í tvennt og sett á grillið – grillað í 2 mínútur

Hummus

 1. Kjúklingabaunir, tahini, cumin, chili og sítróna maukað saman í matvinnsluvél. Ef maukið er mjög þykkt má setja aðeins kalt vatn í það
 2. Harissa bætt við í lokin ásamt koríander – blandað saman

Jógúrtsósa

 1. Öllu hrært saman í skál

Samsetning

 1. Avókadó sett á bretti, hummus og jógúrtsósa sett ofan á hér og þar.  Gott að setja aðeins af harissa kryddmauki ofan á ásamt ferskum kóriander

Meðlæti

Gott að bera fram með pítubrauði.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*