Góða kardimommukakan

Góða kardimommukakan

  • Servings: /Magn: 10 - 12 sneiðar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Kökuna fékk ég hjá Eriku – sígild og góð sænsk uppskrift.  Mér finnst gaman að nota form með gati miðjunni (sjá mynd fyrir neðan) – kakan verður falleg, hún þarf minni bökunartíma og svo verða sneiðaranar mátulegri þannig. Tilvalin sunnudagskaka sem höfðar jafnt til ungu kynslóðarinnar sem og þeirrar eldri.  Kakan er ekki síðri daginn eftir.

Hráefni

  • 200 g smjör – brætt
  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl mjólk
  • 8 dl hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk kardimommukjarnar (eða 1½ tsk steytt kardimomma)
  • Skraut: Perlusykur og saxaðar möndlur

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður 165°C (blástur)
  2. Smjörið brætt og látið kólna aðeins
  3. Egg og sykur þeytt saman í nokkrar mínútur. Hveiti, lyftidufti, kardimommu, mjólk og smjöri bætt saman við
  4. Deiginu hellt í form (formið þarf að geta tekið 2 lítra)
  5. Hægt að skreyta með perlusykri og/eða söxuðum möndlum sem er dreift yfir (ekki ef notað er form þar sem yfirborðið snýr niður). Bakað í 40 – 50 mínútur

Hér er notað hefðbundið form

 

Hér er notað form með gati í miðjunni

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*