Ofnsteiktar gulrætur með timjan

Ofnsteiktar gulrætur með timjan

 • Servings: 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þetta meðlæti passar vel með ýmsu kjöti, grillmat eða grænmetisréttum. Uppskriftina fann ég í sænsku blaði og hef ég líka búið hana til með kartöflum.  Góð tilbreyting með smá sætukeim.

Hráefni

Bakaðar gulrætur

 • 800 g gulrætur
 • 2 msk olía
 • 2 msk eplaedik
 • 1 msk púðursykur
 •  1 – 2 msk ferskt timjan
 • Saltflögur og nýmalaður pipar

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 225°C (yfir- og undirhiti)
 2. Olíu, ediki og púðursykri blandað saman í stóra skál
 3. Gulrætur flysjaðar (nema þær séu lífrænar) og skornar í grófa bita.  Sett í skálina og blandað saman
 4. Hellt í ofnskúffu með bökunarpappír – bakað í miðjum ofni í 15 mínútur
 5. Aðeins hrært í bitunum – timjan bætt við og látið vera í 5 mínútur til viðbótar.  Gulræturnar eiga að vera smá stökkar
 6. Saltflögum og pipar stráð yfir – sett í skál og borið fram

 

Gulrætur og kartöflur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*