Saðsamt brauð stútfullt af trefjum

Trefjaríkt og saðsamt brauð án hveitis

  • Servings: /Magn: 1 brauð
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Ég bakaði þetta brauð oft fyrir nokkrum árum en ákvað að dusta rykið af uppskriftinni núna.  Ástæðan er sú að það mjög auðvelt og brauðið er sérstaklega saðsamt.  Það er svolítið laust í sér en ferskt og gott í nokkra daga eftir bakstur.  Mér finnst mikill kostur þegar bæði er hægt að uppfylla sætuþörfina og fylla magann með sama munnbitanum – maður er saddur vel og lengi eftir að hafa fengið sér brauðsneið með kaffinu.

 

Hráefni

  • 1½ dl heslihnetur (eða aðrar hnetur) – saxaðar gróft
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl sólkjarnafræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl bókhveiti
  • 2 dl haframjöl
  • 2 dl rúgmjöl
  • 2 dl möndlumjöl
  • 1½ tsk salt
  • 1½ lyftiduft
  • 1½ tsk matarsódi
  • 4½ dl mjólk
  • ½ – 1 dl síróp/hunang
  • ½ tsk kardimomma – má sleppa
  • Skreytt með haframjöli/sólblómafræjum

/ingredients]

Verklýsing

  1. Ofninn stilltur á 200°C (yfir- og undirhiti)
  2. Þurrefni sett í skál – blandað saman. Mjólk og sírópi/hunangi bandað saman við þurrefnin
  3. Deigið sett í brauðform (u.þ.b. 30 x 13 cm) með bökunarpappír – gott að hann nái vel upp á hliðarnar. Fallegt að skreyta með haframjöli eða sólblómafræjum
  4. Bakað í 35 – 40 mínútur – brauðið látið kólna í forminu áður en það er tekið úr

 

Geymsla: Brauðið er gott í tvo – þrjá daga en geymist einnig vel í frysti.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*